Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
banner
   þri 14. mars 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óliver Steinar: Addi sannfærði mig um að koma í Val
Óliver Steinar.
Óliver Steinar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á að baki þrjá leiki með U19 landsliðinu.
Á að baki þrjá leiki með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óliver Steinar Guðmundsson skrifaði undir samning við Val fyrr í vetur, samdi við félagið út 2025 eftir að hafa leikið með unglingaliðum Atalanta undanfarin ár. Hann er miðjumaður sem uppalinn er í Haukum og verður nítján ára í maí.

„Mér fannst tími kominn á að fara heim, breyta aðeins til frá unglingabolta og fá meistaraflokksbolta. Áhuginn frá Val var mjög mikill og leikmannahópurinn mjög góður. Addi (Arnar Grétarsson) hafði mjög mikið samband við mig og það heillaði mikið að heyra í honum. Hann ræddi ekkert endilega um hlutverk í sumar, heldur framhaldið með mig, þetta sé ákveðið verkefni. Ég var í raun strax sannfærður, mjög heillandi," sagði Óliver við Fótbolta.net.

Fleiri félög vildu fá Óliver í sínar raðir en hann vildi halda nöfnum þeirra fyrir sig.

„Tíminn hjá Atalanta var ótrúlega reynslumikill, lærði fullt á þessu, bæði innan og utan vallar. Ekkert endilega bara fótboltatengt, heldur líka andlega."

„Það er geggjað að búa á Ítalíu, veðrið alltaf gott og maturinn fínn. Það er smá kuldi á veturna, stingur aðeins kuldinn, en annars er eiginlega alltaf gott veður."

„Það var ekki mikið af aðalliðsbolta hjá mér en getustigið í U19 og á þessum strákum þar er mjög hátt. Það er mjög mikill munur á öðrum flokki hér heima og U19 úti, hærra tempó og meiri gæði, allt betra eiginlega."

„Aðstaðan hjá Atalanta er ógeðslega flott, þjálfunin góð og allt mjög fagmannlegt í kringum félagið."


En hvernig gerðist það að Óliver fór til Atalanta í snemma árs 2021. Þá var hann búinn að spila einn deildarleik með Haukum, var í einhverjum æfingahópum yngri landsliðanna en hafði einungis spilað tvo unglingalandsleiki. Þeir leikir voru árið 2018 með U15. Í fyrra lék hann svo þrjá leiki með U19 landsliðinu.

„Þetta gerðist mjög fljótt. Ég fór á reynslu hjá bæði Genoa og Atalanta, Atalanta heillaði bara meira. Aðstaðan, hópurinn og allt þetta heillaði mjög mikið." Bergamo var rautt svæði í Covid-faraldrinum á þeim tíma sem Óliver kom á reynslu í seinna skiptið. „Það var lítið um að vera, þetta var eins og draugabær, en ég var lítið að pæla í þessu. Við mættum bara á æfingar og ekkert mál."

„Ég fór á reynslu til Genoa og vikuna eftir til Atalanta, ég fór ekkert heim á milli. Það var eiginlega það eina sem mátti ekki á þessu rauða svæði, sem sagt að fara heim."

„Ég var kominn með tungumálið, ekki alveg á hreint en skildi alla og náði að eiga samræður við flesta. Eins og Hlynur sagði þá er carbonara klassík en ég ætla segja að uppáhalds ítalski rétturinn sé pasta pomodoro,"
sagði Óliver.

Hvernig hafa fyrstu vikurnar í Val verið?

„Mjög góðar æfingar hjá Adda og Sigga og hópurinn bara geggjaður, geggjað að æfa með þessum strákum. Mér líst mjög vel á sumarið, ótrúlega spennandi tímabil. Það er undir mér komið að fá mínútur í liðinu, æfa vel og læra af þessum reynslumiklu gæjum í hópnum."

„Ég var búinn að búast við háu getustigi hjá Val, sá hópinn og var að búast við góðum standard. Ég sé mig í þessu 'tíu' eða 'áttu' hlutverki inn á miðsvæðinu."
Það er ljóst að það verður mikil samkeppni inn á miðsvæðinu, Óliver verður t.d. í samkeppni við Kristin Frey Sigurðsson. „Maður getur lært fullt af honum, er búinn að læra fullt síðan ég kom. Hann er duglegur að segja mér til."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner