Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nóel Atli fékk heilahristing - Róbert Elís kallaður í U19
Róbert Elís.
Róbert Elís.
Mynd: Mummi Lú
Nóel Atli.
Nóel Atli.
Mynd: AaB
Ein breyting hefur verið gerð á U19 ára landsliðshópnum fyrir komandi leikjum í milliriðlum í forkeppni EM.

Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar í Danmörku, getur ekki tekið þátt þar sem hann fékk heilahristing í leik með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Inn í hópinn kemur Róbert Elís Hlynsson, leikmaður KR, en hann skipti yfir í KR frá ÍR í vetur. Hann var á skotskónum um síðustu helgi þegar hann innsiglaði sigur KR gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum.

Nóel Atli segir í samtali við Fótbolta.net að samkvæmt læknisráði megi hann ekki æfa í u.þ.b. þrjár vikur í kjölfar heilahristingsins.

Ísland mætir Ungverjalandi, Danmörku og Austurríki í milliriðlinum. Efsta liðið í riðlinum fer á EM sem haldið verður í Rúmeníu í sumar.

Uppfærður hópur:
Markverðir:
Ívar Arnbro Þórhallsson - Völsungur
Jón Sölvi Símonarson - ÍA

Útileikmenn
Bjarki Hauksson - Stjarnan
Birnir Breki Burknason - HK
Breki Baldursson - Esbjerg fB
Daði Berg Jónsson - Vestri
Daníel Ingi Jóhannesson - Nordsjælland
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö
Davíð Helgi Aronsson - Víkingur R.
Gabríel Snær Hallsson - Breiðablik
Galdur Guðmundsson - AC Horsens
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Markús Páll Ellertsson - US Triestina
*Róbert Elís Hlynsson - KR
Sölvi Stefánsson - AGF
Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir
Stígur Diljan Þórðarson - Víkingur R.
Tómas Johannessen - AZ Alkmaar
Viktor Nói Viðarsson - KAA Gent
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram
Athugasemdir
banner
banner