
Enzo Fernandez gæti farið til Chelsea og opnað þá leið fyrir Aurelien Tchouameni að fara öfuga átt. Þetta og mikið fleira í slúðurpakkanum á föstudegi. Góða helgi!
Real Madrid stefnir á að fá Enzo Fernandez (24), miðjumann Chelsea og argentínska landsliðsins, í sumar. Hann hefur áhuga á að ganga til liðs við spænska stórliðið. (Teamtalk)
Chelsea gæti leyft Enzo að ganga til liðs við Madrídarliðið sem hluta af skiptasamningi fyrir franska miðjumanninum Aurelien Tchouameni (25), sem getur einnig spilað í vörninni. (442)
Real Madrid hefur einnig áhuga á að fá miðvörðinn Dean Huijsen (19) frá Bournemouth. Huijsen lék fyrir yngri landslið Hollands áður en hann ákvað að spila fyrir spænska U21 landsliðið. (AS)
Liverpool, Arsenal og Manchester United eru meðal þeirra félaga sem sýna enska miðjumanninum Morgan Gibbs-White (25) hjá Nottingham Forest áhuga. (Caughtoffside)
Liverpool hefur einnig verið orðað við Leroy Sane (29), sóknarleikmann Bayern München. Samningur hans rennur út í sumar. (Bild)
Franski miðvörðurinn William Saliba (23) ætlar ekki að fara frá Arsenal þrátt fyrir að Real Madrid sé tilbúið að borga metfé fyrir hann. (Fabrizio Romano)
Arsenal hefur áhuga á að fá Bruno Guimaraes (27), brasilískan miðjumann Newcastle, í sumar. (Sun)
Coventry City hefur blandað sér í kapphlaupið um að fá hollenska miðvörðinn Tyrese Asante (22) frá Maccabi Tel-Aviv. (Sky Sports)
Crystal Palace er langt komið í viðræðum um nýjan samning við enska miðjumanninn Will Hughes (29) sem verður samningslaus í sumar. (Football Insider)
Franski framherjinn Jean-Philippe Mateta (27) hjá Palace er einn af af fjórum framherjum sem Manchester United hefur á óskalista sínum fyrir sumarið. (TeamTalk)
Liverpool hefur blandað sér í baráttu við Arsenal um franska miðjumanninn Ayyoub Bouaddi (17) eftir flotta frammistöðu hans fyrir Lille á þessu tímabili. (TBR)
Tammy Abraham (27), framherji Roma og enska landsliðsins, sem er núna á láni hjá AC Milan, hefur sagt vinum sínum að hann vilji snúa aftur til Aston Villa í sumar. (Football Insider)
Liverpool hefur verið að skoða markaðinn fyrir vinstri bakvörð til að leysa Andy Robertson (31) af hólmi. Milos Kerkez (21) hjá Bournemouth er eitt helsta skotmarkið. (Mail)
Frenkie de Jong (27), miðjumaður Barcelona,hefur náð sér að fullu af ökklameiðslum og er nú tilbúinn að skrifa undir langtímasamning um að vera áfram hjá spænska liðinu. Manchester United hefur lengi verið með De Jong á óskalistanum. (Cadena SER)
Athugasemdir