Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. apríl 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Dortmund þarf ekki að selja Haaland og Sancho
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að fjárhagsstaða félagsins sé góð og það sé ekki nauðsynlegt að selja Erling Braut Haaland eða Jadon Sancho í sumar.

Báðir leikmenn hafa verið orðaðir við stórlið undanfarna mánuði og þó Dortmund sé í 5. sæti í Þýskalandi og gæti misst af sæti í Meistaradeildinni þá hefur Watzke engar áhyggjur.

„Þegar Covid 19 kom þá vorum við skuldlausir. Við skulduðum ekki eina evru. Þess vegna erum við í þægilegri stöðu. Við þurfum ekki að selja leikmann. Það er mikilvægt," sagði Watzke.

„Ríku félögin í heiminum verða að vita að ef þau vilja leikmann frá Borussia Dortmund þá eru tveir möguleikar. Fyrri er sá að við segjum þeim að þau eigi enga möguleika. Hinn möguleikinn er að við segjum 'þetta er verðið.' Þá verða þau að vita að þetta er verðið. Það er ekki annað verð. Við erum mjög skýrir og mjög hreinskilnir."
Athugasemdir
banner
banner