Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 14. apríl 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær segir að rauðu borðarnir hafi truflað Man Utd á heimavelli
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að rauðir borðar í stúkunni á Old Trafford hafi truflað leikmenn í heimaleikjum á tímabilinu.

Öll fjögur töp Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu hafa komið á Old Trafford.

Þar sem leikið er án áhorfenda hafa rauðir borðar verið í stúkunni á Old Trafford og Solskjær segir að leikmenn hafi ruglast á þeim og liðsfélögum.

„Ef þið horfið á borðana á hliðarlínunni þá eru þeir ekki rauðir ennþá," sagði Solskjær í dag.

„Við skoðuðum þetta og þó að það eigi ekki að hafa áhrif (á heimavallarformið) þá hafa leikmenn nefnt þetta þegar þú ert að taka ákvörðun á sekúndubroti og þarft að skoða hvort þetta sé liðsfélagi í rauðri treyju eða rauður bakgrunnur með rauðum sætum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner