Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   sun 14. apríl 2024 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Þessi lið verða í pottinum á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa unnið bikarinn fjórum sinnum í röð
Víkingar hafa unnið bikarinn fjórum sinnum í röð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Annarri umferð Mjólkurbikars karla lauk í kvöld og er því klárt hvaða 32 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit í höfuðstöðvum KSÍ á morgun.

Drátturinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin sem komust ekki áfram eru Grindavík og Leiknir.

Þrjú lið koma úr 2. deild, fjögur úr 3. deild og tvö úr 4. deild. Hafnir er þá fulltrúi 5. deildar þetta árið eftir að hafa unnið öflugan 3-0 sigur á Úlfunum.

Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu en leikirnir verða spilaðir dagana 24. - 25. apríl.

Liðin sem verða í pottinum:

Besta deildin:
Breiðablik
FH
Fram
Fylkir
HK
ÍA
KA
KR
Stjarnan
Valur
Vestri
Víkingur R.

Lengjudeildin:
Afturelding
Dalvík/Reynir
Fjölnir
Grindavík
Grótta
ÍBV
ÍR
Keflavík
Þór
Þróttur R.

2. deild:
Haukar
Höttur/Huginn
Selfoss

3. deild:
Augnablik
Árbær
ÍH
Víðir

4. deild:

Tindastóll

5. deild:
Hafnir
Athugasemdir
banner
banner