Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Egill Otti í Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Egill Otti í leik með Fram árið 2023
Egill Otti í leik með Fram árið 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Otti Vilhjálmsson er genginn til liðs við Fjölni á láni frá Fram.

Egill er fæddur árið 2004 og er uppalinn hjá Fram. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2023 en hann var á láni hjá Þrótti Vogum í 2. deild á síðustu leiktíð. Hann lék 6 leiki og skoraði eitt mark. Hann hefur alls leikið 22 leiki í meistaraflokki.

Hann verður klár í slaginn þegar Fjölnir heimsækir RB í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Fjölnir spilar í Lengjudeildinni í sumar en liðið hafnaði í 3. sæti í fyrra en tapaði gegn Aftureldingu í undanúrslitum í umspili um sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner