Helgi Guðjónsson skoraði fjórða mark Víkings í öruggum 4-0 sigri liðsins á KA í gær. Markið var eina mark seinni hálfleiksins og kom eftir undirbúning frá Stíg Diljan Þórðarsyni. Helgi slapp inn fyrir vörn KA-manna og kláraði framhjá Steinþóri Má Auðunssyni í marki KA.
Helgi fagnaði með því að tala í síma fyrir framan stúku Víkings og kom það skemmtilega út því að Helga var svarað úr stúkunni eins og sést á meðfylgjandi myndum Hafliða Breiðfjörð. Þá sést einnig mjög glaður stuðningsmaður Víkings missa símann sinn rétt áður en Helgi tekur fagnið sitt, skemmtileg tilviljun.
Helgi var spurður út í fagnið í dag.
Helgi fagnaði með því að tala í síma fyrir framan stúku Víkings og kom það skemmtilega út því að Helga var svarað úr stúkunni eins og sést á meðfylgjandi myndum Hafliða Breiðfjörð. Þá sést einnig mjög glaður stuðningsmaður Víkings missa símann sinn rétt áður en Helgi tekur fagnið sitt, skemmtileg tilviljun.
Helgi var spurður út í fagnið í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
Var þetta planað fagn?
„Svona já og nei, Rúnar sjúkraþjálfari vill alltaf fá Michu-inn, alls ekkert mikið planað," segir Helgi. Spænski sóknarmaðurinn Michu fagnaði oft svona þegar hann raðaði inn mörkum hjá Swansea á sínum tíma.
Þú ert eins og þú sért að taka símtalið og svo er dama uppi í stúku sem tekur upp símann og svarar. Ertu að segja mér að það hafi ekki verið planað?
„Nei alls ekki, ég þekki hana ekki neitt. Ég tók ekki eftir þessu þegar þetta gerðist í gær, en ég sá myndina í morgun. Þetta er mjög fyndið, hafði mjög gaman af því að sjá þetta. Það er eiginlega ennþá betra að þetta hafi ekki verið eitthvað planað. En ég hef ekki hugmynd hver þetta er."
Þurftiru að svara einhverjum óþægilegum spurningum þegar þú sást þessa mynd?
„Nei, nefnilega ekki. Ekki ennþá allavega," sagði Helgi léttur.
Hann ræddi meira um leikinn og markið í lengra viðtali sem verður birt seinna í dag.
Athugasemdir