Breiðablik tapaði gegn Val á Kópavogsvelli í kvöld í leiknum um meistarar meistaranna titilinn. Fótbolti.net ræddi við Nik Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Valur
„Þetta var leikur tveggja hálfleika, vorum hægar í fyrri hálfleik og Valur beitti hættulegum skyndisóknum. Við vorum meira eins og við sjálf í seinni hálfleik. Við spiluðum hraðar og á öðrum degi hefðum við skorað," sagði Nik.
Það kom Nik lítið á óvart í leik Vals en hann hrósaði Natöshu Anasi fyrir frammistöðu sína í vörn Vals í kvöld.
„Þetta var svipða og Kristján (Guðmundsson) lagði leikina upp hjá Stjörnunni. Við vorum ekki að gera það sem við vildum í fyrri hálfleik varnarlega og breyttum því í seinni hálfleik. Sköpuðum við mörg dauðafæri? líklega ekki, Natasha fór fyrir jafn mörg skot og hún átti sendingar,"
Katrín Ásbjörnsdóttir meiddist á hné í lokaumferðinni í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún hefur ekki spilað með Breiðabliki í vetur og óvíst er hvort eða hvenær hún snýr aftur í sumar.
„Við vonum það en hún tekur einn dag í einu. Það hafa komið nokkur bakslög en við krossum fingur," sagði Nik.
Athugasemdir