lau 14. maí 2022 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kveðjuleikur Suarez á morgun
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez mun spila sinn síðasta leik á Wanda Metropolitano sem leikmaður Atletico Madrid á morgun þegar liðið tekur á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni.

Frá þessu greinir Mundo Deportivo.

Samningur Suarez er að renna út í sumar og krafta hans verður ekki óskað áfram hjá Atletico.

Suarez er orðinn 35 ára gamall og Diego Simeone, stjóri Atletico, treystir honum ekki lengur til að leiða línuna. Hann ætlar samt sem áður að gefa honum nokkrar mínútur gegn Sevilla og þannig fær hann tækifæri til að kveðja stuðningsfólkið.

Suarez er einn besti sóknarmaður 21. aldarinnar. Hann gekk í raðir Atletico sumarið 2020 og hjálpaði liðinu að vinna spænska meistaratitilinn í fyrra.

Sagan segir að Suarez vilji taka eitt tímabil í viðbót hjá öflugu félagi í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner