Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 14. júní 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 3. sæti
Lengjudeildin
Keflavík er spáð þriðja sæti.
Keflavík er spáð þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn og Siggi Raggi þjálfa Keflavík saman.
Eysteinn og Siggi Raggi þjálfa Keflavík saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Þór Magnússon.
Magnús Þór Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Frá Nettóvellinum í Keflavík.
Frá Nettóvellinum í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Keflavík, 202 stig
4. Þór, 173 stig
5. Leiknir R., 165 stig
6. Fram, 139 stig
7. Víkingur Ó., 130 stig
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

3. Keflavík
Lokastaða í fyrra: Eftir að hafa fallið úr efstu deild árið áður enduðu Keflvíkingar í fimmta sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð. Liðið var aðallega byggt á yngi og upprennandi leikmönnum sem skiluðu nokkuð góðu verki.

Þjálfararnir: Vanalega stendur hér þjálfarinn, en það breytist hér því Keflvíkingar eru með tvo aðalþjálfara. Eysteinn Húni Hauksson hefur verið einn aðalþjálfari Keflavíkur síðastliðið eitt og hálft ár, en nú verður Sigurður Ragnar Eyjólfsson með honum. Sigurður Ragnar er fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Kína meðal annars. Þá hefur hann á þjálfaraferli sínum verið aðstoðarþjálfari Lilleström í Noregi í tvö ár og þjálfað ÍBV í efstu deild karla.

Álit sérfræðing
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn gefur sitt álit á Keflvíkingum.

„Keflavík byrjaði tímabilið i fyrra vel og unnu fyrstu þrjá leikina, í framhaldi kom aðeins einn sigur í næstu níu leikum en góður endir á tímabilinu gerði það að verkum að liðið endaði fyrir ofan miðja deild. Keflavík er með sterkari lekmannahóp heldur en á sama tíma í fyrra, bæði hafa þeir bætt við sig flottum leikmönnum og kjarni liðsins sem eru flestir ungir leikmenn úr Keflavík og Garðinum eru reynslunni ríkari eftir síðasta tímabil og ættu því að sjást færri mistök en í fyrra. Liðsheildin er góð þar sem menn eru klárir að berjast fyrir hvorn annan."

„Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon og Nacho Heras eiga eftir að mynda eitt besta miðvarðapar deildarinnar, þeir eru ólíkir leikmenn, með ólíka styrkleika sem munu vega hvort annan uppi. Með þeim í vörninni verða Rúnar Þór Sigurgeirsson og Sindri Þór Guðmundsson, báðir öflugir sóknarbakverðir sem koma hratt og vel upp kantana og aðstoða við sóknarleik Keflavíkur. Í markinu er Sindri Kristinn Ólafsson sem er kominn með mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Adolf Bitegeko Mtasingwa miðjumaður og lánsmaður frá KR verður ekki með liðinu en hann átti gott tímabil í fyrra. Á miðjunni verður Frans Elvarsson sem þrátt fyrir að vera fæddur 1990 er að fara inn í sitt 16. tímabil i meistaraflokki, Davíð Snær Jóhannsson, einn efnilegsti leikmaður landsins og Andri Fannar Freysson fyrrum fyrirliði Njarðvíkur sem kemur með mikla yfirvegun inn í liðið. Erlendu leikmennirnir Kian Williams og Joey Gibbs verður sterkir fyrir Keflavík í sumar. Þar sem Keflavik hefur marga möguleika í kantstöður er ekki víst að Kian verði fastamaður í liðinu en með hraða sínum og sendingargetu verður hann mikilvægur fyrir liðið. Joey Gibbs sem hefur skorað mikil í áströlsku B-deildinni á eftir að vera duglegur að skora í sumar en hann er einnig góður í að spila upp á samherja sína þannig að leikmenn eins og Ingimundur Guðnason, Adam Árni Róbertsson, Adam Ægir Pálsson, Jóhann Þór Arnsson munu njóta góðs af því. Kristófer Páll Viðarsson er komin af stað eftir krossbandaslit og vonandi sleppur hann við meiðsli í sumar."

„Keflavík mun líklega spila 4-4-2 í sumar. Þeir eru mjög fljótir upp völlinn, sækja hratt, á mörgum mönnum og bakverðir koma hátt upp. Þeir eru duglegir að skipta a milli kanta og finna laus svæði. Liðinu hefur gengið vel í æfingaleikjum, bæði fyrir og eftir Covid-19 pásu og er það klárt að væntingar bæjarbúa eru miklar og vilja sjá liðið vera í toppbaráttu og spila í Pepsi Max deildinni að ári. Eins og áður er metnaður Keflavíkur mikill. Góð stefnumótun fyrir knattspyrnudeildina hefur verið unin og kynnt, þar sem markmiðin eru á hreinu. Svo hefur orðin mikil breyting á starfi Keflavíkur, innan við og utan við, síðan Jónas Guðni Sævarsson tók við sem framkvæmdarstjóri Keflavíkur haustið 2017."

Lykilmenn: Magnús Þór Magnússon, Nacho Heras og Frans Elvarsson.

Gaman að fylgjast með: Davíð Snær Jóhannsson sem fæddur er árið 2002 er mikið efni. Davíð Snær er með frábæra tækni, líkamlega sterkur, klár fótboltamaður og stanslaust að leita af bestu lausninni til að finna samherja og laus svæði.

Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Njarðvík
Ari Steinn Guðmundsson frá Víði
Joey Gibbs frá Ástralíu
Kian Williams frá Magna
Nacho Heras frá Leikni R
Sigurbergur Elísson frá Reyni

Farnir:
Adolf Bitegeko Mtasingwa í KR (Var á láni)
Arnór Smári Friðriksson
Einar Örn Andrésson í Njarðvík (Á láni)
Elton Livramento Barros í Reyni Sandgerði
Hreggviður Hermannsson í Víði (Á láni)
Ísak Óli Ólafsson til Sönderjyske
Sigurbergur Bjarnason í Víði (Á láni)
Sigurður Ingi Bergsson í Víði (Á láni)
Þorri Mar Þórisson í KA (Var á láni)

Fyrstu þrír leikir Keflavíkur:
19. júní, Keflavík - Afturelding (Nettóvöllurinn)
28. júní, Víkingur Ó. - Keflavík (Ólafsvíkurvöllur)
3. júlí, Keflavík - Leiknir R. (Nettóvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner