Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 14. júní 2021 21:55
Brynjar Ingi Erluson
Binni Hlö: Þeir náðu að svæfa okkur
Brynjar Hlöðversson
Brynjar Hlöðversson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis R., var eðlilega svekktur eftir 2-0 tap gegn KR-ingum í Pepsi Max-deildinni í kvöld en gat þó ekki útskýrt af hverju fór sem fór.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

KR-ingar komust yfir á 6. mínútu eftir hornspyrnu en boltinn barst á Pálma Rafn Pálmason í teignum sem hamraði knettinum í netið.

Leiknismenn náðu að koma sér inn í leikinn þegar það fór að líða á fyrri hálfleikinn og áttu nokkur góð færi en KR-ingar náðu þó að berja þá niður með öðru marki í upphafi þess síðari.

„Það voru einhverjar mínútur þar sem við sýndum smá karakter en þær voru ekkert margar í heildina," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

„Við byrjuðum vel en svo fáum við markið á okkur. Svo rífum við okkur aðeins í gang seinni partinn af fyrri hálfleiknum en svo fáum við seinna markið á okkur. KR eru góðir í því sem þeir gera, KR voru KR í dag."

„Skora úr fasta leikatriðinu, svo voru þeir passífir og refsuðu vel. Þeir náðu að svæfa okkur fannst mér. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn dag og margir bara í liðinu okkar."


Deildin var í tveggja vikna pásu en Brynjar segir að liðið hafi æft vel og að það hafi ekki haft verri áhrif.

„Við erum búnir að æfa mjög vel og pásan hefur ekkert verri áhrif á okkur heldur en þá."

Hann var að etja kappi við þá Kristján Flóka Finbogason og Kjartan Henry Finnbogason í leiknum. Brynjar segir það alltaf gaman að mæta góðum framherjum.

„Það er gaman að mæta góðum framherjum og þeir eru flottir. Kjartan kann að láta finna fyrir sér og hefur gaman af því að fá alvöru mótherja á móti sér. Við skemmtum okkur vel saman á móti hvorum öðrum," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner