Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júní 2022 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darwin Nunez í Liverpool (Staðfest)
Samningurinn undirritaður.
Samningurinn undirritaður.
Mynd: Liverpool
Liverpool er búið að tilkynna um komu sóknarmannsins Darwin Nunez til félagsins.

Kaupverðið er 75 milljónir evra og munu 25 milljónir evra bætast ofan á það ef ákveðnar klásúlur verða uppfylltar. Í heildina gæti hann því kostað 100 milljónir evra eða um 85 milljónir punda.

Ef Liverpool endar á því að borga 85 milljónir punda, þá verður Nunez sá dýrasti í sögu félagsins á undan Virgil van Dijk sem kostaði 75 milljónir punda.

Nunez kemur til Liverpool frá Benfica í Portúgal þar sem hann skoraði 34 mörk í 41 keppnisleik á síðustu leiktíð.

„Það er mjög ánægjulegt að vera hérna og ég er mjög ánægður að vera orðinn hluti af þessu frábæra félagi," segir Nunez sem skrifar undir sex ára samning við Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner