Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City að fá varnarmann úr frönsku B-deildinni
Pep Guardiola er að festa kaup á efnilegum varnarmanni
Pep Guardiola er að festa kaup á efnilegum varnarmanni
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City eru í viðræðum við Le Havre um kaup á franska varnarmanninum Isaak Touré. L'Equipe segir frá þessu.

Touré er 19 ára gamall miðvörður og uppalinn hjá Le Havre í Frakklandi.

Hann hefur spilað með aðalliði félagsins síðustu tvö ár og vakti sérstaka athygli fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili, en kaus að vera áfram hjá Le Havre og þróa leik sinn í stað þess að hoppa á gylliboð frá úrvalsdeildarfélögum.

Varnarmaðurinn hefur nú ákveðið að færa sig um set og er hann nálægt því að ganga í raðir Manchester City á Englandi. Touré skoðaði aðstæður hjá City á dögunum og leist vel á umgjörðina en hann mun gera langtímasamning við félagið.

Man City mun að öllum líkindum lána hann út í eitt tímabil en líklegasti áfangastaður er Troyes, sem leikur í B-deildinni í Frakklandi.

Sheikh Mansour, eigandi Man City, er einnig eigandi Troyes og henta því félagaskiptin afar vel fyrir alla aðila.
Athugasemdir
banner
banner