Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 14:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framkvæmdum á Sauðárkróksvelli að ljúka - Ætla búa til vörn fyrir ofan völlinn
Murielle Tiernan með boltann eftir mark á síðasta tímabili. Teigurinn sem hún er að hlaupa úr skemmdist allur í vatnsflóðinu í vor.
Murielle Tiernan með boltann eftir mark á síðasta tímabili. Teigurinn sem hún er að hlaupa úr skemmdist allur í vatnsflóðinu í vor.
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson
Tindastóll mætir Þrótti í Bestu deild kvenna á sunnudag og mun leikurinn fara fram á Sauðárkróksvelli. Það verður einungis annar heimaleikur liðsins í sumar.

Í vor skemmdist völlurinn illa, hann fór undir vatn og skemmdist gúmmípúðinn sem var undir gervigrasinu.

Tindastóll hefur spilað einn heimaleik á Greifavellinum á Akureyri og lék bikarleik á Dalvíkurvelli. Þá víxlaði liðið á heimaleikjum við Þór/KA á meðan framkvæmdir stóðu yfir á Sauðárkróki. Þeim framkvæmdum á að ljúka í kvöld og spilað verður á Króknum á sunnudag.

„Það var unnið frameftir í gær, byrjað aftur rétt upp úr átta í morgun og völlurinn verður klár í kvöld," sagði Adam Smári Hermannsson sem er formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. Var tvísýnt hvort næðist að klára framkvæmdirnar fyrir leikinn gegn Þrótti?

„Nei nei, svo sem ekki. Það var keyrt á þetta núna í vikunni. Það eru sömu aðilar í þessu og eru að græja nýja völlinn á KA-svæðinu og eru að vinna í vellinum hjá Vestra. Þeir náðu að hoppa inn til okkar áður en þeir fara á Ísafjörð."

„Það voru teknir upp 1500 fermetrar, skipt um gúmmípúða á vestanverðum vellinum. Grasið var ekki allt ónýtt, en það var verið að leggja niður nýja 500 fermetra í teignum á vestanverðum vellinum, nær klaufinni. Það var rokið í það í gær að leggja það gras, líma og setja línur. Í morgun var svo sandað og sett gúmmí."

„Það er mjög gott að fá loksins heimaleik. Þetta tekur á. Það eru sjö umferðir búnar í deild og einn bikarleikur, en einungis búið að spila einn heimaleik á vellinum okkar. Þetta er ekki staða sem er skemmtileg."


Náttúran er eins og hún er, getur þessi staða komið upp aftur?

„Eldri menn í bænum segjast þurfa að fara ansi mörg ár aftur í tímann til að muna eftir álíka ástandi. Núna verður farið í framkvæmdir með bænum til þess að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Það verður búinn til einhver vörn fyrir ofan völlinn. Snjóþyngslin voru svo mikil áður en þessi svakalega hláka kom að þetta varð útkoman. Það verður farið í einhvers konar framkvæmdir til að koma í veg fyrir það," sagði Adam.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 8 8 0 0 24 - 2 +22 24
2.    Valur 8 7 0 1 26 - 9 +17 21
3.    Þór/KA 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
4.    FH 8 4 1 3 11 - 13 -2 13
5.    Víkingur R. 8 2 3 3 11 - 16 -5 9
6.    Stjarnan 8 3 0 5 12 - 23 -11 9
7.    Tindastóll 8 2 1 5 9 - 17 -8 7
8.    Keflavík 8 2 0 6 7 - 17 -10 6
9.    Fylkir 8 1 2 5 9 - 19 -10 5
10.    Þróttur R. 8 1 1 6 7 - 13 -6 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner