Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   fös 14. júní 2024 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar gæti spilað gegn Val - Setti Pálmi Rafn leiðinlegt heimsmet?
Pálmi Rafn hefur staðið sig vel í markinu hjá Víkingi.
Pálmi Rafn hefur staðið sig vel í markinu hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar gæti náð næsta leik.
Ingvar gæti náð næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur staðið vaktina í marki Víkings í undanförnum leikjum þar sem Ingvar Jónsson hefur glímt við meiðsli.

Pálmi stóð sig vel í stórleiknum gegn Breiðabliki og í kjölfarið var hann í markinu í tveimur sigrum gegn Fylki. Hann gæti hafa sett heimsmet með því að skora sjálfsmark gegn sama liðinu með einungis ellefu daga millibili.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi um Ingvar og Pálma í viðtalinu eftir sigurleikinn í gær.

„Ég held að Ingvar verði klár í næsta leik. Hann er búinn að æfa nokkuð vel fram að þessum leik, en þessi leikur kom aðeins of snemma fyrir hann. Pálmi er náttúrulega búinn að fylla hans skarð vel, búinn að standa sig mjög vel. Ég held að Ingvar ætti að vera klár fyrir næsta leik," sagði Arnar. Næsti leikur Víkings er stórleikur gegn Val sem verður næsta þriðjudag.

Fyrsta mark Fylkis í 5-2 deildarsigri Víkings var skráð sem sjálfsmark Pálma Rafns, markið sem kom í lok leiks í gær var svo líka skráð sem sjálfsmark.

„Þetta er óheppilegt. Fram að markinu var hann búinn að standa sig vel, ekki bara með því að verja þau fáu skot sem hann þurfti að verja, heldur var hann líka virkilega öflugur í dreifingu á boltanum, bæði langir og stuttir boltar. Þetta er akkúrat það sem við viljum fá frá honum. Markið var bara óheppilegt."

„Það má ekki gleyma því að hann hefur voða lítið spilað fullorðinsfótbolta. Hann spilaði með U23 liðinu hjá Wolves og flotta leiki erlendis. Þessir nýju leikmenn sem eru að koma í Víkina, þeir vilja ekki vera leikmennirnir sem enda með því að eyðileggja „okkar bikarhrinu". Þetta er mikil pressa og þeir hafa staðið sig virkilega vel,"
sagði Arnar og átti þá við þá Jón Guðna Fjóluson, Valdimar Þór Ingimundarson og Pálma Rafn.


Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Athugasemdir
banner