Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   fös 14. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan fullvissar stuðningsmenn: Mike, Theo og Rafa verða áfram
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic er í stjórnendastöðu hjá AC Milan og var hann spurður út í framtíð lykilleikmanna félagsins.

Markvörðurinn Mike Maignan og vinstri bakvörðurinn Theo Hernández eiga aðeins tvö ár eftir af samningum sínum við félagið og þykja þeir vera algjörir lykilmenn í byrjunarliðinu.

Kantmaðurinn Rafael Leao á hins vegar fjögur ár eftir af sínum samningi við félagið, en hann er afar eftirsóttur leikmaður.

„Mike, Theo og Rafa verða áfram hjá félaginu í sumar. Þeir eru samningsbundnir Milan og þeim líður vel hérna," sagði Zlatan.

„Félagið er í góðri stöðu. Við þurfum ekki að selja neina leikmenn til að kaupa inn nýja."

Zlatan var einnig spurður út í hollenska framherjann Joshua Zirkzee sem verður líklegast seldur frá Bologna í sumar í ljósi mikils áhuga á honum. Milan hefur verið sterklega orðað við leikmanninn en stórveldi úr enska boltanum eru einnig áhugasöm.

„Mér líkar við Zirkzee, hann er góður og mjög efnilegur leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner