
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, er bjartsýn
,,Nei í rauninni ekki eins og sagan hefur verið, en auðvitað ætluðum við okkur að reyna að fá meira úr þessum leik en þetta var sannfærandi sigur Þjóðverja," sagði Dóra.
,,Við vorum bara að verjast allan tímann og náðum illa að halda boltanum og þetta var basl, en Gugga hélt okkur í leiknum í þennan tíma og hefði verið gaman að fara 0-0 inn í hálfleikinn."
,,Annað markið var klaufalegt mark, hefðum getað komið auðveldlega í veg fyrir það. Hefði verið betra að halda 1-0 aðeins lengur. Ætluðum að vera þéttar og reyna að verjast, en ná pressunni þegar það gæfist en þær náðu að vinna sig í gegnum það," sagði hún ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir