Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   mán 14. júlí 2014 21:34
Arnar Daði Arnarsson
Harpa komin með 16 mörk: Engin svindlkall
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Þorsteinsdóttir leikmaður Stjörnunnar heldur áfram að bæta við mörkum fyrir sitt lið í Pepsid-deild kvenna. Í kvöld skoraði hún þrjú mörk í 5-0 sigri Stjörnunnar á ÍA á heimavelli.

Eftir fyrri umferðina hefur Harpa skorað 16 mörk, tíu mörkum fleiri en næstu leikmenn í deildinni.

,,Er ég svindlkall? Nei það held ég ekki. Ég held að ég hafi skorað öll þessi 16 mörk," sagði Harpa aðspurð hvort hún væri hreinlega svindlkall í deildinni.

,,Við komum vel skipulagðar til leiks og þær áttu lítil svör við okkar varnarleik og við náðum að sækja mikið og náðum að skora mörk. Í rauninni gekk allt upp. Við vorum búnar að leggja upp ákveðna hluti hvernig við ætluðum að opna þær og það gekk mjög vel eftir. Við náðum að skora fjögur mörk í fyrri hálfleik og við vorum ánægðar með það," sagði Harpa sem fór útaf þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og framundan eru tveir hörkuleikir gegn Breiðablik í deild og bikar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner