
Harpa Þorsteinsdóttir leikmaður Stjörnunnar heldur áfram að bæta við mörkum fyrir sitt lið í Pepsid-deild kvenna. Í kvöld skoraði hún þrjú mörk í 5-0 sigri Stjörnunnar á ÍA á heimavelli.
Eftir fyrri umferðina hefur Harpa skorað 16 mörk, tíu mörkum fleiri en næstu leikmenn í deildinni.
Eftir fyrri umferðina hefur Harpa skorað 16 mörk, tíu mörkum fleiri en næstu leikmenn í deildinni.
,,Er ég svindlkall? Nei það held ég ekki. Ég held að ég hafi skorað öll þessi 16 mörk," sagði Harpa aðspurð hvort hún væri hreinlega svindlkall í deildinni.
,,Við komum vel skipulagðar til leiks og þær áttu lítil svör við okkar varnarleik og við náðum að sækja mikið og náðum að skora mörk. Í rauninni gekk allt upp. Við vorum búnar að leggja upp ákveðna hluti hvernig við ætluðum að opna þær og það gekk mjög vel eftir. Við náðum að skora fjögur mörk í fyrri hálfleik og við vorum ánægðar með það," sagði Harpa sem fór útaf þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og framundan eru tveir hörkuleikir gegn Breiðablik í deild og bikar.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir