Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. júlí 2019 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Ætlar Klopp að sækja vinstri bakvörð?
Mynd: Getty Images
Liverpool vann sinn annan leik á undirbúningstímabilinu í dag þegar liðið lagði Bradford af velli, 1-3. James Milner skoraði tvö mörk í leiknum og hinn ungi Rhian Brewster bætti því þriðja við.

Jurgen Klopp var spurður að því eftir leikinn í dag hvort að hann ætlaði að kaupa sér annan vinstri bakvörð eftir að Alberto Moreno yfirgaf félagið eftir tímabilið.

„Það þarf að koma í ljós. Ég get hvorki svarað þessu játandi né neitandi," sagði Klopp eftir leikinn.

„Við þurfum að hugsa þetta vandlega en niðurstaðan gæti orðið sú að við styrkjum okkur ekkert í þessari stöðu."

Hann segir að aðrir leikmenn geti leyst þessa stöðu.

„Milner hefur spilað þessa stöðu og gerði það til að mynda á tímapunkti gegn Bradford. Síðan höfum við unga leikmenn sem gætu komið þarna inn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner