Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 17:30
Innkastið
„Frammistaða upp á akkúrat 4,5 hjá Víkingum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Víkingar gátu núll. Ég var Víkings meginn í stúkunni og fólk var í sjokki hvað þeir voru lélegir," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær þegar rætt var um leik Víkings R. og HK.

Víkingur hafði betur 2-0 þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik á sunnudaginn.

„Víkingar sögðu eiginlega: 'Gjörið svo vel HK-ingar, þetta er ykkar séns," sagði Gunnar Birgisson.

„Frammistaða upp á akkúrat 4,5 hjá Víkingum. Ég stílaði sjálfur inn á það alla Verzlunarskólagönguna og þekki þessa einkunn vel. Allt annað er óborguð yfirvinna," bætti Gunnar við léttur í bragði.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sammála því að frammistaða liðsins hafi ekki verið góð í leiknum.

„Ég er mjög ánægður með þrjú stigin, þetta var hrikalega erfiður leikur. Við vorum langt frá okkar besta og HK menn mjög sprækir og áttu svo sannarlega eitthvað skilið úr leiknum í dag en svona er fótboltinn stundum," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir leik.

„Menn mega alveg eiga einn off dag á skrifstofunni en þá þarf bara að vinna iðnaðarsigur og leita djúpt inni til að sækja þann sigur sem mér fannst við gera."

Hér að neðan má hlusta á Innkastið og viðtalið við Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Mega alveg eiga einn 'off' dag á skrifstofunni
Innkastið - Fylkir kemur öllum á óvart og óvæntur brottrekstur
Athugasemdir
banner
banner