Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   sun 14. júlí 2024 23:17
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Völsungur í sjöunda himni - Öruggt hjá Sindra
Völsungsliðið var í banastuði í kvöld
Völsungsliðið var í banastuði í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur er í öðru sæti 2. deildar kvenna með 23 stig eftir að liðið vann 7-1 stórsigur á KH í kvöld.

Húsvíkingar hafa boðið upp á mikla skemmtun á þessu tímabili og hélt það áfram í dag.

Krista Eik Harðardóttir skoraði tvö fyrir Völsung en þær Hildur Anna Brynjarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir, Berta María Björnsdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir komust einnig á blað.

Völsungur hefur skorað 42 mörk í sumar og aðeins fengið á sig sex eða fæst allra í deildinni. Liðið er fimm stigum á eftir toppliði Hauka eftir leiki kvöldsins.

Sindri vann Dalvík/Reyni, 4-1. Katie Cox og Klara Kilbey komu heimakonum í 2-0 áður en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir minnkaði muninn undir lok hálfleiksins.

Veronika Gotseva koma Sindra aftur í tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik áður en Elín Ása Hjálmsdóttir gerði út um leikinn sjö mínútum fyrir leikslok.

Sindri er í 9. sæti með 10 stig en Dalvík/Reynir í næst neðsta sæti með 2 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sindri 4 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Katie Teresa Cox ('28 )
2-0 Kiara Kilbey ('36 )
2-1 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('39 )
3-1 Veronika Gotseva ('48 )
4-1 Elín Ása Hjálmarsdóttir ('83 )

Völsungur 7 - 1 KH
1-0 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('2 )
2-0 Krista Eik Harðardóttir ('4 )
3-0 Krista Eik Harðardóttir ('18 )
4-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('25 )
5-0 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('37 )
6-0 Berta María Björnsdóttir ('72 )
7-0 Rakel Hólmgeirsdóttir ('80 )
7-1 Hulda Sigrún Orradóttir ('85 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 12 10 1 1 58 - 18 +40 31
2.    Völsungur 12 9 2 1 44 - 7 +37 29
3.    KR 12 9 2 1 48 - 12 +36 29
4.    Einherji 12 7 2 3 30 - 18 +12 23
5.    ÍH 12 7 1 4 50 - 23 +27 22
6.    Fjölnir 12 6 2 4 35 - 17 +18 20
7.    KH 12 5 1 6 19 - 34 -15 16
8.    Augnablik 12 5 0 7 26 - 37 -11 15
9.    Vestri 14 4 2 8 20 - 44 -24 14
10.    Dalvík/Reynir 14 3 3 8 18 - 51 -33 12
11.    Álftanes 14 3 2 9 31 - 41 -10 11
12.    Sindri 12 3 2 7 27 - 57 -30 11
13.    Smári 14 0 2 12 8 - 55 -47 2
Athugasemdir
banner
banner