Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 14. júlí 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrell Malacia mættur á æfingasvæðið eftir löng meiðsli
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Tyrell Malacia er byrjaður að æfa aftur á æfingasvæði Manchester United eftir að hafa misst af allri síðustu leiktíð vegna slæmra hnémeiðsla.

Þessi öflugi vinstri bakvörður spilaði ekki einn einasta leik á tímabilinu, eftir að hafa komið við sögu í 39 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Rauðu djöflunum.

Malacia var einn af fjölmörgum varnarmönnum Man Utd sem meiddust á síðustu leiktíð og lenti liðið í miklu basli á tímabilinu vegna ótrúlegs magns meiðsla í leikmannahópnum. Flest meiðslin voru í varnarlínu liðsins, sem var án vinstri bakvarðar nánast allt tímabilið þrátt fyrir að vera með þrjá slíka í hópnum.

Ljóst er að Malacia þarf enn smá tíma til að ná fullum bata eftir þessi meiðsli en það eru góðar fréttir að hann ætti að vera liðtækur fyrir fyrsta leik komandi tímabils.


Athugasemdir
banner
banner