Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 14. ágúst 2020 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Aliu Djalo kominn til Víðis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Víðir Garði er búinn að krækja í Aliu Djalo fyrrum leikmann Njarðvíkur.

Aliu lék tólf leiki með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra og þótti standa sig vel á miðjunni.

Hann reynir nú fyrir sér í 2. deild og verður mikill liðsstyrkur fyrir Víði sem er í fallbaráttu, aðeins með sex stig eftir tíu fyrstu umferðirnar.

Aliu er fæddur 1992 og kemur frá Gíneu-Bissá. Hann lék 65 deildarleiki fyrir Crawley Town í ensku D-deildinni frá 2016 til 2019 og verður því eflaust gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Víðismenn.
Athugasemdir
banner