Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Romano: Everton hafnaði 40 milljón punda tilboði frá Chelsea
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Everton hafi hafnað 40 milljón punda tilboði frá Chelsea í dag fyrir kantmanninn efnilega Anthony Gordon.


Líklegt er að Chelsea reyni að sannfæra Everton um að selja leikmanninn með að bjóða aðra leikmenn í staðinn. Frank Lampard, stjóri Everton, hefur mikinn áhuga á nokkrum leikmönnum Chelsea og gæti það hjálpað í viðræðunum.

Sky Sports og Times greindu frá því fyrr í dag að Gordon væri orðinn helsta skotmark Chelsea og að félagið væri tilbúið til að leggja fram tilboð í leikmanninn. Romano tekur þetta skrefi lengra og heldur því fram að Everton sé nú þegar búið að hafna fyrsta tilboði í leikmanninn sinn.

Gordon er 21 árs gamall og kom að sjö mörkum í 40 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er U21 landsliðsmaður hjá Englandi og á í heildina 25 keppnisleiki að baki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner