Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. ágúst 2022 22:20
Aksentije Milisic
Xavi eftir jafnteflið: Biðjum um þolinmæði
Mynd: EPA

Barcelona gerði 0-0 jafntefli í fyrsta leik sínum í La Liga deildinni á Spáni í gær en þá fékk liðið Rayo Vallecano í heimsókn.


Þrátt fyrir að nýjir leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Andreas Christensen og Raphinha hafi byrjaði leikinn þá tókst Börsungum ekki að skora og jafntefli því niðurstaðan.

Sergio Busquets fékk rautt spjald seint í leiknum en Rayo var ekki langt frá því að stela sigrinum. Xavi biður fólk um að sýna þolinmæði.

„Rayo varðist mjög vel og því náðum við ekki að skapa jafn mörg færi og við erum vanir," sagði Xavi við Marca.

„Þetta er synd því við vildum sýna stuðningsmönnum okkar að við erum á réttri leið. Þetta eru vonbrigði en ég við biðjum um þolinmæði."

Frenke de Jong spilaði hálftíma en hann kom inn á sem varamaður. Þetta gæti hafa verið hans síðasti leikur á Nou Camp en Manchester United og Chelsea eru á eftir kauða.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner