Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Yerry Mina frá keppni næstu tvo mánuði
Yerry Mina er 27 ára landsliðsmaður Kólumbíu. Hann hefur spilað 91 leik frá komu sinni til Everton fyrir fjórum árum. Mina kostaði 30 milljónir evra þegar Everton keypti hann af Barcelona.
Yerry Mina er 27 ára landsliðsmaður Kólumbíu. Hann hefur spilað 91 leik frá komu sinni til Everton fyrir fjórum árum. Mina kostaði 30 milljónir evra þegar Everton keypti hann af Barcelona.
Mynd: EPA

Meiðslavandræðin sem eru að hrjá Everton virðast engan endi ætla að taka og staðfesti Frank Lampard knattspyrnustjóri að Yerry Mina verður frá í um 8 vikur.


Kólumbíski miðvörðurinn meiddist í 0-1 tapi gegn Chelsea í fyrstu umferð. Hann meiddist á liðbandi í ökkla og missir af að minnsta kosti 9 leikjum til viðbótar.

Lampard greindi frá þessu eftir 2-1 tap Everton á útivelli gegn Aston Villa í gær. 

Everton hefur farið illa af stað á úrvalsdeildartímabilinu en er ekki að tapa leikjum með miklum mun. 

Félagið seldi Richarlison í sumar og er ekki búið að styrkja sig mikið en helstu vandræðin stafa af meiðslum.

Dominic Calvert-Lewin er meiddur ásamt Allan, Abdoulaye Doucoure, Andre Gomes, Ben Godfrey og Andros Townsend. Everton er með alltof þunnan leikmannahóp til að höndla svona mörg meiðsli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner