Tiltalið er hlaðvarpssería þar sem við fáum til okkar besta knattspyrnufólk landsins bæði karla og kvenna í spjall og ræðum hina hliðina og ferilinn til þessa. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson og Haraldur Örn Haraldsson.
Viðmælandi okkar að þessu sinni er leikmaður Breiðbliks í Bestu deild karla, Eyþór Aron Wöhler en hann var á láni fyrri part tímabilsins hjá HK en er núna mættur aftur í treyju Breiðabliks.
Við ræddum við hannum hina hliðina og tókum létta yfirferð á ferlinum til þessa.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir