Atalanta og Real Madrid mætast í leik um Ofurbikar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld.
Atalanta vann Evrópudeildina á síðasta tímabili og það í fyrsta sinn í sögu félagsins á meðan Real Madrid vann Meistaradeildina í fimmtánda sinn.
Leikurinn fer fram klukkan 19:00 og er spilaður á þjóðarleikvangi Póllands sem staðsettur er í Varsjá.
Kylian Mbappe, sem kom til Real Madrid frá Paris Saint-Germain í sumar, gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Madrídarliðið.
Leikur dagsins:
19:00 Real Madrid - Atalanta
Athugasemdir