Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 14. ágúst 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Atalanta og Real Madrid eigast við í Ofurbikar Evrópu í kvöld
Kylian Mbappe mun líklega þreyta frumraun sína með Real Madrid
Kylian Mbappe mun líklega þreyta frumraun sína með Real Madrid
Mynd: EPA
Atalanta og Real Madrid mætast í leik um Ofurbikar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld.

Atalanta vann Evrópudeildina á síðasta tímabili og það í fyrsta sinn í sögu félagsins á meðan Real Madrid vann Meistaradeildina í fimmtánda sinn.

Leikurinn fer fram klukkan 19:00 og er spilaður á þjóðarleikvangi Póllands sem staðsettur er í Varsjá.

Kylian Mbappe, sem kom til Real Madrid frá Paris Saint-Germain í sumar, gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Madrídarliðið.

Leikur dagsins:
19:00 Real Madrid - Atalanta
Athugasemdir
banner
banner
banner