Liverpool er að vinna í því að fá markvörðinn Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Hann verði svo lánaður og er þá hugsaður sem arftaki Alisson þegar að því kemur.
Mamardashvili átti frábært Evrópumót með Georgíu í sumar en hann hjálpaði liðinu að komast í 16-liða úrslit á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar.
Mamardashvili átti frábært Evrópumót með Georgíu í sumar en hann hjálpaði liðinu að komast í 16-liða úrslit á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar.
Mamardashvili hefur þegar samþykkt að ganga til liðs við Liverpool og bíður hann nú þolinmóður eftir samkomulagi á milli félaganna en Valencia hafnaði fyrsta tilboði Liverpool sem var upp á um 25 milljónir punda.
Þrátt fyrir áhuga Liverpool á Mamardashvili þá verður Alisson áfram aðalmarkvörður liðsins. Þeir eru með sama umboðsmann.
Planið hjá Liverpool er að kaupa Mamardashvili og lána hann svo en Sky Sports hefur nefnt félag sem hefur áhuga á leikmanninum: Bournemouth.
Neto er í dag aðalmarkvöður Bournemouth en félagið hefur áhuga á að fá Mamardashvili ef það er möguleiki.
Athugasemdir