Ísak Már Friðriksson, þjálfari Hvíta riddarans, var svekktur eftir markalaust jafntefli við Berserki í undanúrslitaleik 4. deildar í dag.
Úrslitin þýða að liðið er ennþá í 4. deild á meðan Berserkir fara upp um deild. Aðstæður voru erfiðar í Mosfellsbæ í dag.
Úrslitin þýða að liðið er ennþá í 4. deild á meðan Berserkir fara upp um deild. Aðstæður voru erfiðar í Mosfellsbæ í dag.
„Ég er gríðarlega svekktur, þetta voru erfiðar aðstæður og buðu ekki upp á mikinn fótbolta."
„Mér fannst við reyna allan tíman en þetta hafðist ekki, því miður."
Ísak segir að markmiðið hafi verið að fara upp um deild en það tókst ekki.
„Það var markmiðið okkar, við vorum nálægt því en það hafðist ekki í þetta skiptið," sagði Ísak.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir