Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. september 2019 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Magnaður sigur Norwich - Gera Liverpool greiða
Pukki og félagar unnu frábæran sigur.
Pukki og félagar unnu frábæran sigur.
Mynd: Getty Images
Guardiola þungur í brún á hliðarlínunni.
Guardiola þungur í brún á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Norwich 3 - 2 Manchester City
1-0 Kenny McLean ('18 )
2-0 Todd Cantwell ('28 )
2-1 Sergio Aguero ('45 )
3-1 Teemu Pukki ('50 )
3-2 Rodri Hernandez ('88 )

Norwich gerði Liverpool stóran greiða þegar liðið vann gríðarlega óvæntan sigur gegn Manchester City í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Norwich, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, setti tóninn snemma og komst 1-0 yfir eftir aðeins 18 mínútur þegar Kenny McLean skoraði eftir hornspyrnu.

Tíu mínútum síðar, eða á 28. mínútu, gerði Todd Cantwell annað mark Norwich. Varnarmenn Manchester City út á þekju og staðan orðin 2-0.

Rétt fyrir hálfleik minnkaði Sergio Aguero muninn fyrir Manchester City og héldu einhverjir kannski að Englandsmeistararnir myndu snúa leiknum sér í vil í vil í seinni hálfleik. Annað kom á daginn. Teemu Pukki, sem hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni, skoraði þriðja mark Norwich á 50. mínútu. Nicolas Otamendi tapaði boltanum og refsuðu Norwich-menn fyrir það.

Það lítur út fyrir það að City muni sakna Aymeric Laporte mjög í varnarleiknum.

Spænski miðjumaðurinn Rodri minnkaði muninn aftur fyrir City á 88. mínútu, en þeir náðu ekki að komast lengra. Lokatölur 3-2 fyrir Norwich. Magnaður sigur hjá Kanarífuglunum!

Það sem gerir þennan sigur enn merkilegri er að Norwich vantaði níu leikmenn vegna meiðsla.

Norwich fer upp í 12. sæti deildarinnar með sex stig. Man City er í öðru sæti, fimm stigum frá Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool eru væntanlega mjög þakklátir Norwich, en gera má ráð fyrir því að Liverpool og City verði í baráttunni um titilinn annað árið í röð.

Sjá einnig:
Salah og Mane afgreiddu Newcastle
Man Utd vann - Abraham gerði þrennu og sjálfsmark


Athugasemdir
banner
banner
banner