Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 14. september 2019 17:22
Baldvin Pálsson
Helgi Guðjónsson: Aukaatriði ef ég enda markahæstur
Helgi með þrennu í 3-0 sigri Fram á Þór
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tók á móti Þór í Safamýrinni í dag og sigraði þá með þremur mörkum gegn engu.

Helgi Guðjónsson skoraði öll þrjú mörkin og komust Framarar upp fyrir Þór í 4. sæti Inkasso deildarinnar með sigrinum í dag.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Þór

Veðrið var alls ekki gott en það var mikil rigning og vindur en heimamenn létu það ekki stoppa sig.

„Það var erfitt veður í dag og við gerðum okkar besta til að halda boltanum niðri og reyna að spila eins og við gátum og það endaði í þremur stigum í dag" sagði Helgi eftir leikinn.

Með þrennunni er hann orðinn markahæsti maður deildarinnar með 15 mörk en á eftir honum kemur Pétur Theódór framherji Gróttu með 14. Aðspurður segist Helgi ætla að reyna enda á toppnum en liðið kemur fyrst.

„Verður maður ekki að reyna það fyrst það er bara einn leikur eftir. En við reynum bara að taka seinasta leikinn og svo er það aukaatriði ef ég enda markahæstur."

Fram situr nú í 4. sæti deildarinnar, þeir geta ekki náð þriðja sætinu en munu reyna að enda tímabilið sem hæst.

„Eins og við erum búnir að tala um þá ætlum við að taka þessa síðustu þrjá leiki og reyna að enda eins ofarlega á töflunni og við getum."
Athugasemdir
banner
banner
banner