Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 14. september 2019 17:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Pepsi Ási Arnars: Þetta var megin markmiðið
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efir 1-1 jafntefli Fjölnis og Leiknis í 21. umferð Inkasso deildar karla er það orðið (Staðfest) að Fjölnir munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leikurinn í dag var fjörugur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ingibergur Kort kom Fjölni yfir með marki á 77. min en aðeins fjórum mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn og meira varð ekki úr leiknum og Fjölnir staðfestir í Pepsi.

"Tilfinningin er geggjuð, þetta var megin markmiðið fyrir tímabil og bara frábært að geta klárað þetta fyrir lokaumferðina, það er algjör draumur" Sagði Ási eftir að hafa tryggt kærkomið sæti í Pepsi Max.

"Þetta var hrikalega erfiður leikur á móti sterku Leiknisliði. Þeir voru öflugir í dag og erfiðar aðstæður sömuleiðis þannig að þetta var erfiður leikur að öllu leyti og mikil spenna yfir hlutunum, vildum auðvitað vinna þennan leik en stigið dugði okkur í dag"

"Við bjuggumst við erfiðu sumri því það voru miklar breytingar á okkar liði og vorum að nota mikið af ungum leikmönnum og reynsluboltum í bland þannnig að við vissum að þetta yrði mjög erfitt en vissum líka að við værum með lið til að klára þetta" Sagði Ási varðandi Inkasso tímabilið.

"Nú setjumst við bara yfir hlutina í rólegheitunum, við klárum sumarið og skoðum svo hvaða möguleikar eru í boði" Sagði Ási varðandi breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Fjölnir fara verðskuldað upp um deild og spila í deild þeirra bestu að ári eftir að hafa verið besta lið deildarinnar í allt sumar, með besta hópinn, mikla reynslu, frábæra unga leikmenn og frábæran þjálfara.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner