Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   lau 14. september 2019 17:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Pepsi Ási Arnars: Þetta var megin markmiðið
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efir 1-1 jafntefli Fjölnis og Leiknis í 21. umferð Inkasso deildar karla er það orðið (Staðfest) að Fjölnir munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leikurinn í dag var fjörugur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ingibergur Kort kom Fjölni yfir með marki á 77. min en aðeins fjórum mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn og meira varð ekki úr leiknum og Fjölnir staðfestir í Pepsi.

"Tilfinningin er geggjuð, þetta var megin markmiðið fyrir tímabil og bara frábært að geta klárað þetta fyrir lokaumferðina, það er algjör draumur" Sagði Ási eftir að hafa tryggt kærkomið sæti í Pepsi Max.

"Þetta var hrikalega erfiður leikur á móti sterku Leiknisliði. Þeir voru öflugir í dag og erfiðar aðstæður sömuleiðis þannig að þetta var erfiður leikur að öllu leyti og mikil spenna yfir hlutunum, vildum auðvitað vinna þennan leik en stigið dugði okkur í dag"

"Við bjuggumst við erfiðu sumri því það voru miklar breytingar á okkar liði og vorum að nota mikið af ungum leikmönnum og reynsluboltum í bland þannnig að við vissum að þetta yrði mjög erfitt en vissum líka að við værum með lið til að klára þetta" Sagði Ási varðandi Inkasso tímabilið.

"Nú setjumst við bara yfir hlutina í rólegheitunum, við klárum sumarið og skoðum svo hvaða möguleikar eru í boði" Sagði Ási varðandi breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Fjölnir fara verðskuldað upp um deild og spila í deild þeirra bestu að ári eftir að hafa verið besta lið deildarinnar í allt sumar, með besta hópinn, mikla reynslu, frábæra unga leikmenn og frábæran þjálfara.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir