Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 14. september 2019 17:14
Arnar Laufdal Arnarsson
Pepsi Ási Arnars: Þetta var megin markmiðið
Ási Arnars
Ási Arnars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efir 1-1 jafntefli Fjölnis og Leiknis í 21. umferð Inkasso deildar karla er það orðið (Staðfest) að Fjölnir munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leikurinn í dag var fjörugur þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Ingibergur Kort kom Fjölni yfir með marki á 77. min en aðeins fjórum mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn og meira varð ekki úr leiknum og Fjölnir staðfestir í Pepsi.

"Tilfinningin er geggjuð, þetta var megin markmiðið fyrir tímabil og bara frábært að geta klárað þetta fyrir lokaumferðina, það er algjör draumur" Sagði Ási eftir að hafa tryggt kærkomið sæti í Pepsi Max.

"Þetta var hrikalega erfiður leikur á móti sterku Leiknisliði. Þeir voru öflugir í dag og erfiðar aðstæður sömuleiðis þannig að þetta var erfiður leikur að öllu leyti og mikil spenna yfir hlutunum, vildum auðvitað vinna þennan leik en stigið dugði okkur í dag"

"Við bjuggumst við erfiðu sumri því það voru miklar breytingar á okkar liði og vorum að nota mikið af ungum leikmönnum og reynsluboltum í bland þannnig að við vissum að þetta yrði mjög erfitt en vissum líka að við værum með lið til að klára þetta" Sagði Ási varðandi Inkasso tímabilið.

"Nú setjumst við bara yfir hlutina í rólegheitunum, við klárum sumarið og skoðum svo hvaða möguleikar eru í boði" Sagði Ási varðandi breytingar á hópnum fyrir næsta tímabil.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Fjölnir fara verðskuldað upp um deild og spila í deild þeirra bestu að ári eftir að hafa verið besta lið deildarinnar í allt sumar, með besta hópinn, mikla reynslu, frábæra unga leikmenn og frábæran þjálfara.

Til hamingju Fjölnir!
Athugasemdir
banner
banner
banner