Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 14. september 2020 18:53
Aksentije Milisic
England: Wolves byrjar tímabilið vel
Sheffield Utd 0 - 2 Wolves
0-1 Raul Jimenez ('3 )
0-2 Romain Saiss ('6 )

Sheffield United og Wolves áttust við í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en leikið var á Bramall Lane.

Gestirnir frá Wolves byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu strax á þriðju mínútu leiksins eftir flotta skyndisókn. Daniel Podence átti þá mjög góðan sprett sem endaði með fyrirgjöf á markavélina Raul Jimenez sem kláraði færið vel.

Einungis þremur mínútum síðar tvöfaldaði Romain Saiss forystuna fyrir Wolves. Hann reis þá hæst í teignum og skallaði knöttinn inn eftir hornspyrnu frá Pedro Neto.

Góður sigur hjá Wolves staðreynd en liðið fær Manchester City í heimsókn í næstu umferð á meðan Sheffield heimsækir Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner