Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 14. september 2020 21:43
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Mikið hjarta í báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason var ekki nógu sáttur með jafntefli gegn Fjölni fyrr í kvöld þar sem bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda en telur jafnteflið þó sanngjarna niðurstöðu úr því sem komið var og hvernig leikurinn spilaðist.

Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og gerir stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnir er enn án sigurs með 5 jafntefli og Grótta með einn sigur og 4 jafntefli.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Jú 2-2, hörku baráttu leikur, hvorugt liðið vildi í rauninni tapa og bæði lið vildu vinna, maður sá það hérna í lokin að þar var end to end og það var kraftur í þessu, það er mikið hjarta í báðum þessum liðum.''

Hversu mikið hefðu þrjú stig þýtt fyrir Gróttu?

„Þetta hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir bæði lið en það sem ég var hrikalega ánægður með í okkar liði var seinni hálfleikurinn, við sýndum það að við ætluðum ekki að tapa þessum leik, við ætuðum að koma til baka og við gerðum það.''

„Við vorum fljótt settir niður á jörðina, tíu sekúndum seinna kemur langur bolti frá þeim, einbeitingarleysi þar sem við vorum enn að fagna markinu og þeir fá víti og staðan 2-1, þá var erfitt fyrir okkur að koma til baka en við náðum tveimur mörkum en bara annað taldi sem gefur okkur eitt stig í baráttunni.''


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Gústi betur um leikinn, markið sem var tekið af Gróttu, nýju leikmennina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner