Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 14. september 2020 21:43
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Mikið hjarta í báðum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason var ekki nógu sáttur með jafntefli gegn Fjölni fyrr í kvöld þar sem bæði lið þurftu á öllum stigunum að halda en telur jafnteflið þó sanngjarna niðurstöðu úr því sem komið var og hvernig leikurinn spilaðist.

Bæði lið eru í bullandi fallbaráttu og gerir stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnir er enn án sigurs með 5 jafntefli og Grótta með einn sigur og 4 jafntefli.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Jú 2-2, hörku baráttu leikur, hvorugt liðið vildi í rauninni tapa og bæði lið vildu vinna, maður sá það hérna í lokin að þar var end to end og það var kraftur í þessu, það er mikið hjarta í báðum þessum liðum.''

Hversu mikið hefðu þrjú stig þýtt fyrir Gróttu?

„Þetta hefði þýtt gríðarlega mikið fyrir bæði lið en það sem ég var hrikalega ánægður með í okkar liði var seinni hálfleikurinn, við sýndum það að við ætluðum ekki að tapa þessum leik, við ætuðum að koma til baka og við gerðum það.''

„Við vorum fljótt settir niður á jörðina, tíu sekúndum seinna kemur langur bolti frá þeim, einbeitingarleysi þar sem við vorum enn að fagna markinu og þeir fá víti og staðan 2-1, þá var erfitt fyrir okkur að koma til baka en við náðum tveimur mörkum en bara annað taldi sem gefur okkur eitt stig í baráttunni.''


Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Gústi betur um leikinn, markið sem var tekið af Gróttu, nýju leikmennina og framhaldið.
Athugasemdir
banner