Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. september 2021 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algjör einstefna - Nánast allar ákvarðanir Solskjær rangar
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United þurfti að sætta sig við tap gegn Young Boys frá Sviss í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Cristiano Ronaldo kom Man Utd yfir snemma leiks en eftir 35 mínútna leik fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Man Utd, að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Við það breyttist leikurinn. Heimaliðið hafði spilað vel fram að rauða spjaldinu, en eftir það var leikurinn í raun einstefna.

Jöfnunarmarkið kom á 66. mínútu og sigurmarkið kom í uppbótartímanum eftir skelfileg mistök frá varamanninum Jesse Lingard.

Tölfræðin segir í raun alla söguna. Eftir rauða spjaldið, þá átti Man Utd ekki eina marktilraun og þeir náðu aðeins að vera 30 prósent með boltann. Þeim tókst ekkert að halda í boltann og voru undir mikilli pressu alveg frá því rauða spjaldið fór á loft.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, liggur undir mikilli gagnrýni. „Kvöldið var að fara vel fyrir United áður en Wan-Bissaka átti slæma snertingu. Nánast hver einasta ákvörðun sem Solskjær tók eftir það, var röng ákvörðun," skrifar Samuel Luckhurst, penni Manchester Evening News á Twitter.

Solskjær ákvað að fara í fimm manna vörn í hálfleik og færði liðið mikið aftar á völlinn. Hann tók svo bæði Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes af velli snemma í seinni hálfleik, sem dæmi um ákvarðanir hans í þessum leik.

Margir spyrja sig hvort Solskjær sé rétti maðurinn fyrir Man Utd og þessi úrslit, og þessi leikur, mun ekki sannfæra einn né neinn um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner