
Andrea Mist Pálsdóttir reyndist hetja Stjörnunnar þegar liðið vann heimasigur á Val í Bestu deild kvenna í kvöld. Með sigrinum komt Stjarnan upp í 2. sæti deildarinnar en liðið á ekki möguleika á að ná meisturum Vals að stigum. Valskonur urðu meistarar í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð þeim að stigum.
Andrea skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik eftir vel útfærða sókn.
Andrea skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik eftir vel útfærða sókn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Valur
„Tilfinningin er geggjuð, gott að ná í þrjú stig og klifra upp í 2. sætið. Ég er ógeðslega stolt af liðinu, þetta var ógeðslega erfitt og mikill varnarleikur sem skilaði sér að lokum."
„Ég hef lært það í gegnum tíðina að senterar eiga að vera inni í teig og fékk skilaboð frá pabba í dag að vera inni í teignum og vera réttur maður á réttum stað. Það virkaði í dag og ég er mjög stolt með það. Pabbi veit alltaf hvað hann er að segja," sagði Andrea og brosti.
„Ég er búin að æfa þetta vel með Perry (þjálfara) undanfarnar vikur og það skilaði sér."
Andrea talar um að Evrópuleikirnir sem Stjarnan spilaði á dögunum hafi gefið liðinu aukið sjálfstraust. „Liðsheildin er til fyrirmyndar, mér líður ótrúlega vel hérna og þetta er bara dásamlegt."
„Alveg klárlega, það sést inni á vellinum að sjálfstraustið skín af leikmönnum, sama hvort þú ert á bekknum eða ekki þá er liðsheildin til fyrirmyndar og það skilar sér á endanum," sagði Andrea.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir