De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. september 2023 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Mist: Fékk skilaboð frá pabba að vera inní teignum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir reyndist hetja Stjörnunnar þegar liðið vann heimasigur á Val í Bestu deild kvenna í kvöld. Með sigrinum komt Stjarnan upp í 2. sæti deildarinnar en liðið á ekki möguleika á að ná meisturum Vals að stigum. Valskonur urðu meistarar í gær þegar ljóst varð að ekkert lið gæti náð þeim að stigum.

Andrea skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik eftir vel útfærða sókn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Tilfinningin er geggjuð, gott að ná í þrjú stig og klifra upp í 2. sætið. Ég er ógeðslega stolt af liðinu, þetta var ógeðslega erfitt og mikill varnarleikur sem skilaði sér að lokum."

„Ég hef lært það í gegnum tíðina að senterar eiga að vera inni í teig og fékk skilaboð frá pabba í dag að vera inni í teignum og vera réttur maður á réttum stað. Það virkaði í dag og ég er mjög stolt með það. Pabbi veit alltaf hvað hann er að segja,"
sagði Andrea og brosti.

„Ég er búin að æfa þetta vel með Perry (þjálfara) undanfarnar vikur og það skilaði sér."

Andrea talar um að Evrópuleikirnir sem Stjarnan spilaði á dögunum hafi gefið liðinu aukið sjálfstraust. „Liðsheildin er til fyrirmyndar, mér líður ótrúlega vel hérna og þetta er bara dásamlegt."

„Alveg klárlega, það sést inni á vellinum að sjálfstraustið skín af leikmönnum, sama hvort þú ert á bekknum eða ekki þá er liðsheildin til fyrirmyndar og það skilar sér á endanum,"
sagði Andrea.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner