Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   lau 14. september 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diego Costa lenti í slagsmálum í U20 leik
Mynd: Getty Images

Diego Costa, fyrrum framherji Chelsea, Atletico og fleiri liða, kom sér í fréttirnar fyrir að lenda í slagsmálum við ungan mann í leik með U20 liði Gremio.


Costa er 35 ára gamall en var látinn spila leikinn til að bæta formið sitt.

Hann brást illa við þegar andstæðingurinn fór seint í tæklingu. Hann var snöggur að standa upp og ráðast á andstæðinginn og fékk að launum rauða spjaldið.

Costa hefur verið þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu og það er ljóst að það skiptir engu máli þó það sé gegn jafnöldrum eða yngri leikmönnum.


Athugasemdir
banner
banner