Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 14. september 2024 17:28
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Búnir að borða 22 forrétti, nú er aðalrétturinn framundan
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð að sjálfsögðu. Við erum búnir að vera að stefna að þessu undandfarnar vikur og ég er gríðarlega stoltur af strákunum hvernig þeir hafa haft trú á verkefninu allan tíman. Þetta leit ekki vel út eftir byrjunina og svo tökum við aftur slæman kafla um mitt mót. En þeir höfðu allir trú allan tíman, frábær liðsheild og hvernig menn hafa staðið saman í gegnum þetta. Síðustu 20 mínúturnar í mótinu höfum við verið frábærir. Ég er bara gríðarlega ánægður með strákana í dag, mér fannst að um leið og við komumst yfir þá var þetta ekki í teljandi hættu. Vissulega voru þeir kannski meira með boltan en mér fannst við verjast þeim aðgerðum vel. ÍR er með hörku lið og verðskulda að komast í þetta umspil, búnir að gera rosalega vel í sumar. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með mína menn í dag og hrikalega gaman að sjá orkuna, kraftinn og orkuna í stúkunni sem var frábært að sjá. Það var vel mætt og góður stuðningur við okkur. Þannig ég er bara mjög spenntur fyrir næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir að liðið hans vann ÍR 3-0 í dag. Afturelding tryggir sér þar af leiðandi 4. sætið í Lengjudeildinni og eru þá komnir í umspil. Aftureldingar menn voru virkilega góðir í dag, sem ætti að gefa þeim byr undir báða vængi fyrir komandi leiki í umspilinu.

„Við erum bara búnir að vera í úrslitaleikjum að undanförnu og búnir að gera það vel. Mótið sem slíkt, við getum horft á það þannig að þetta eru 22 leikir og við erum búnir að borða 22 forrétti núna. Sumir voru góðir og aðrir vondir og það var eins og það var, en það skiptir engu máli því nú er aðalrétturinn framundan og það er það sem skiptir máli í þessu."

Afturelding mun mæta Fjölni í undanúrslitum umspilsins, en þeir hafa þegar tapað tvisvar fyrir þeim á þessu tímabili.

„Þeir eru búnir að gera vel, vinna okkur tvistar í sumar og spiluðu vel í þeim leikjum. Við þurfum bara að sýna hvað í okkur býr á fimmtudaginn og ég hlakka til. Það var frábær stemning í stúkunni í dag og ég skora bara á alla Mosfellinga að mæta á leikinn hérna fyrri leikinn og seinni leikinn á móti Fjölni. Bæði hérna heima og í Grafarvogi, það er stutt að fara yfir þannig ég vonast eftir gríðarlega góðri mætingu og að menn láti í sér heyra. Það hjálpar okkur gríðarlega mikið að fá svona orku úr stúkunni, frábær stuðningur í dag og ég held að við fáum ennþá betri stuðning í leikjunum á móti Fjölni."

Afturelding var á endanum aðeins þremur stigum frá efsta sætinu en Maggi segir að það sé lítið hægt að svekkja sig yfir því að þeir hefðu ekki náð í önnur úrslit til að fara beint upp.

„Það sem er búið er búið og við verðum bara að horfa fram veginn. Það sem er núna framundan er þessi leikur á móti Fjölni og við getum bara einbeitt okkur að því og engu öðru. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og heilt yfir hefðum við getað gert betur í mörgum leikjum í sumar, það er ekki bara einhver einn leikur. Nokkrir leikir sem við hefðum getað gert betur í en það er búið. Við fórum í úrslitakeppni í fyrra, við höfum reynslu af þessu, það var hrikalega gaman í fyrra. Við fórum í úrslitaleik á Laugardalsvelli og við vorum nálægt þessu þar, núna er klárt markmið að við ætlum að klára þetta og fara alla leið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner