Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   lau 14. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þurfum að fá innblástur frá kvennalandsliðinu"
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino, nýráðinn landsliðsþjálfari bandaríska karlalandsliðsins, segir að liðið þurfi að fá innblástur frá kvennalandsliðinu þar í landi.


Kvennalandsliðið hefur unnið fjöldan allan af titlum í gegnum tíðina en liðið varð Ólympíumeistari í sumar. Karlalandsliðið hefur langt því frá fagnað eins góðum árangri á heimsvísu en liðið var síðast í 3. sæti á HM 1930, fyrsta HM í sögunni.

„Eitt af því mikilvægasta er að við þurfum að fá innblástur frá kvennalandsliðinu," sagði Pochettino.

„Við þurfum að trúa því að við getum unnið, ekki bara einn leik, að við getum unnið HM. Því ef ekki þá verður þetta ferðalag ansi erfitt. Við viljum að menn mæti á fyrsta degi á æfingar og séu að hugsa stórt."


Athugasemdir
banner
banner