Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   mán 14. október 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Sýndum strákunum hvað fór úrskeiðis
Arnar Þór og Eiður Smári.
Arnar Þór og Eiður Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag og var spurður út í þetta stórtap gegn Svíum.

„Ég held að við höfum sýnt strákunum í gær hvað fór úrskeiðis. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að vita hvað þeir gera vel og hvar blæðingin var. Þá er auðveldara að stoppa þá blæðingu. Strákarnir hafa verið frábærir og gera sér grein fyrir því að þetta var ekki þeirra besti dagur. Við erum brattir og ætlum að reyna að bæta fyrir þau úrslit," segir Arnar.

„Það voru þrír þættir sem við gerðum ekki sem við höfum ekki verið að gera. Þegar hlaupatölurnar voru skoðaðar vantaði upp á spretti og sprettmetrana, menn voru ekki alveg frískir. Við byrjuðum mjög vel í þessum leik, við vorum í lagi fram að því að þeir skoruðu fyrsta markið. Við vorum aðeins of seinir í hlutina þegar við vorum að elta. Þriðji hluturinn var að varnarfærslurnar voru ekki eins fljótar og góðar og þær hafa verið."

„Það er skemmtilegt við fótboltann að fá núna strax leik til að svara fyrir þetta. Þetta írska lið er mjög skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður skemmtilegt verkefni að fá að takast á við það."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner