Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 14. október 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Sýndum strákunum hvað fór úrskeiðis
Arnar Þór og Eiður Smári.
Arnar Þór og Eiður Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag og var spurður út í þetta stórtap gegn Svíum.

„Ég held að við höfum sýnt strákunum í gær hvað fór úrskeiðis. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að vita hvað þeir gera vel og hvar blæðingin var. Þá er auðveldara að stoppa þá blæðingu. Strákarnir hafa verið frábærir og gera sér grein fyrir því að þetta var ekki þeirra besti dagur. Við erum brattir og ætlum að reyna að bæta fyrir þau úrslit," segir Arnar.

„Það voru þrír þættir sem við gerðum ekki sem við höfum ekki verið að gera. Þegar hlaupatölurnar voru skoðaðar vantaði upp á spretti og sprettmetrana, menn voru ekki alveg frískir. Við byrjuðum mjög vel í þessum leik, við vorum í lagi fram að því að þeir skoruðu fyrsta markið. Við vorum aðeins of seinir í hlutina þegar við vorum að elta. Þriðji hluturinn var að varnarfærslurnar voru ekki eins fljótar og góðar og þær hafa verið."

„Það er skemmtilegt við fótboltann að fá núna strax leik til að svara fyrir þetta. Þetta írska lið er mjög skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður skemmtilegt verkefni að fá að takast á við það."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner