Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 14. október 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Sýndum strákunum hvað fór úrskeiðis
Arnar Þór og Eiður Smári.
Arnar Þór og Eiður Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag og var spurður út í þetta stórtap gegn Svíum.

„Ég held að við höfum sýnt strákunum í gær hvað fór úrskeiðis. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að vita hvað þeir gera vel og hvar blæðingin var. Þá er auðveldara að stoppa þá blæðingu. Strákarnir hafa verið frábærir og gera sér grein fyrir því að þetta var ekki þeirra besti dagur. Við erum brattir og ætlum að reyna að bæta fyrir þau úrslit," segir Arnar.

„Það voru þrír þættir sem við gerðum ekki sem við höfum ekki verið að gera. Þegar hlaupatölurnar voru skoðaðar vantaði upp á spretti og sprettmetrana, menn voru ekki alveg frískir. Við byrjuðum mjög vel í þessum leik, við vorum í lagi fram að því að þeir skoruðu fyrsta markið. Við vorum aðeins of seinir í hlutina þegar við vorum að elta. Þriðji hluturinn var að varnarfærslurnar voru ekki eins fljótar og góðar og þær hafa verið."

„Það er skemmtilegt við fótboltann að fá núna strax leik til að svara fyrir þetta. Þetta írska lið er mjög skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður skemmtilegt verkefni að fá að takast á við það."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner