Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 14. október 2019 11:33
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Sýndum strákunum hvað fór úrskeiðis
Arnar Þór og Eiður Smári.
Arnar Þór og Eiður Smári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu í dag og var spurður út í þetta stórtap gegn Svíum.

„Ég held að við höfum sýnt strákunum í gær hvað fór úrskeiðis. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að vita hvað þeir gera vel og hvar blæðingin var. Þá er auðveldara að stoppa þá blæðingu. Strákarnir hafa verið frábærir og gera sér grein fyrir því að þetta var ekki þeirra besti dagur. Við erum brattir og ætlum að reyna að bæta fyrir þau úrslit," segir Arnar.

„Það voru þrír þættir sem við gerðum ekki sem við höfum ekki verið að gera. Þegar hlaupatölurnar voru skoðaðar vantaði upp á spretti og sprettmetrana, menn voru ekki alveg frískir. Við byrjuðum mjög vel í þessum leik, við vorum í lagi fram að því að þeir skoruðu fyrsta markið. Við vorum aðeins of seinir í hlutina þegar við vorum að elta. Þriðji hluturinn var að varnarfærslurnar voru ekki eins fljótar og góðar og þær hafa verið."

„Það er skemmtilegt við fótboltann að fá núna strax leik til að svara fyrir þetta. Þetta írska lið er mjög skemmtilegt og vel spilandi lið. Það verður skemmtilegt verkefni að fá að takast á við það."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner