Sex félög í ensku Championship deildinni óttast gjaldþrot ef að þau fá ekki fjárhagslegan stuðning á næstunni. Þetta kemur fram í könnun Sky Sports á meðal félaganna en kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn í fjármálum þeirra.
Átta félög í deildinni segjast þurfa að segja upp starfsmönnum á næstunni ef ekki kemur fjárhagslegur stuðningur.
Liverpool og Manchester United hafa komið með tillögu að stórum breytingum í enska boltanum en þá yrði félögum í ensku úrvalsdeildinni meðal annars fækkað niður í 18.
Átta félög í deildinni segjast þurfa að segja upp starfsmönnum á næstunni ef ekki kemur fjárhagslegur stuðningur.
Liverpool og Manchester United hafa komið með tillögu að stórum breytingum í enska boltanum en þá yrði félögum í ensku úrvalsdeildinni meðal annars fækkað niður í 18.
Í staðinn myndu félög í neðri deildunum fá 250 milljóna punda styrk til að takast á við fjárhagslega erfiðleika vegna kórónuveirunnar.
Þessar áætlanir Liverpool og Manchester United verða skoðaðar betur á fundi hjá ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir