Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 13:32
Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jó hættir með Vestra (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson mun hætta sem þjálfari Vestra eftir tímabilið en félagið tilkynnti þetta í dag.

Bjarni er á sínu þriðja tímabili með Vestra en hann stýrði liðinu upp úr 2. deildinni í fyrra.

Vestri er í sjöunda sæti í Lengjudeildinni þegar tvær umferðir eru eftir.

Bjarni hefur verið í þjálfun í yfir 30 ár en hann varð Íslands og bikarmeistari með ÍBV á sínum tíma.

Bjarni hefur einnig þjálfað Fylki, Grindavík, Breiðablik, Stjörnuna og fleiri lið. Þá var hann aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

Af heimasíðu Vestra
Eftir tímabilið mun 3. ára samningi Bjarna Jó við Vestra ljúka og verður hann því miður ekki framlengdur.

Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu okkar upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni, þar höfum við siglt lygnan sjó í sumar, þrátt fyrir að vera nýliðar.

Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda eins og sagði, unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn.

Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

f.h. knd Vestra
Samúel Samúelsson
Athugasemdir
banner
banner
banner