Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 14. október 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Pogba til Barcelona?
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Juan Mata
Juan Mata
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin grafa alltaf upp nýjar kjaftasögur. Kíkjum á þær helstu í dag.



Leeds hefur áhuga á að fá Todd Cantwell (22) frá Norwich sem og miðjumanninn Louie Sibley (19) frá Derby. (Yorkshire Evening Post)

West Ham hefur náð samkomulagi um að kaupa Said Benrahma (25) frá Brentford á 30 milljónir punda en ennþá á eftir að semja um laun. (Sky Sports)

Middlesbrough ætlar að reyna að fá Danny Rose (30) vinstri bakvörð Tottenham áður en félagaskiptaglugginn í Championship deildinni lokar á föstudaginn. (Football Insider)

Paul Pogba (27) er ennþá með stuðning liðsfélaga sinna hjá Manchester United þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að hann vilji fara til Real Madrid. (Manchester Evening News)

Barcelona ætlar að fá Pogba og David Alaba (28) frá Bayern Munchen. (Mundo Deportivo)

Markvörðurinn Sergio Romero (33) vill losna undan samningi hjá Manchester United. Romero vill fara í MLS deildina í Bandaríkjunum. (Sun)

Cardiff og Swansea eru að berjast um að fá miðjumanninn Harry Wilson (23) á láni frá Liverpool. (Wales Online)

Nottingham Forest og Derby vilja líka fá Wilson á láni. Wilson var á láni hjá Derby tímabilið 2018/2019. (Mail)

Juan Mata (32) miðjumaður Manchester United hefur hafnað samningstilboði frá Sádi-Arabíu upp á 200 þúsund pund í laun á viku. (Sport)

Manchester United vill fá Jules Kounde (21) varnarmann Sevilla í sínar raðir í janúar. (ESPN)

Mario Balotelli (30) mun semja við nýtt félag á næstu vikum eftir að hafa yfirgefið Brescia á Ítalíu. (Goal)

WBA er að kaupa framherjann Karlan Grant (23) frá Huddersfield á 14 milljónir punda. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner