Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 07:30
Aksentije Milisic
Southgate segir Kane vera heilan heilsu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, segir að Harry Kane sé ekki að glíma við nein meiðsli og landsliðið taki aldrei áhættu með leikmenn sem eru tæpir vegna meiðsla.

Kane var tæpur fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og gat ekki byrjaði leikinn. Hann kom inn af bekknum á 66. mínútu þegar England vann 2-1 sigur.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði á dögunum að hann vonaðist eftir því að Southgate myndi verja Kane og ekki spila honum í öllum leikjunum í þessu landsleikjahléi.

„Hann er heill heilsu. Hann var aðeins stífur fyrir nokkrum dögum en það er eðlilegt fyrir íþróttamenn. Það voru engin meiðsli í gangi," sagði Southgate um Kane.

„Við vildum að hann myndi koma inn af bekknum í síðasta leik og gefa allt í þetta. Eftir að hafa æft núna í nokkra daga er hann meira en tilbúinn."

„Við hjá landsliðinu tökum aldrei áhættur með leikmenn og meiðsli. Við höfum aldrei misst leikmann í meiðsli vegna of erfiðra æfinga. Stundum hafa komið upp meiðsli í leikjum og það er erfitt að koma alltaf í veg fyrir það."
Athugasemdir
banner
banner
banner