Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. október 2020 05:55
Aksentije Milisic
Þjóðadeildin í dag - Ísland mætir Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fær Belgíu í heimsókn í kvöld á Laugardalsvöll. Leikurinn er í fjórðu umferð Þjóðadeildarinnar.

Eins og flestir vita verða Erik Hamren og Freyr Alexanderson ekki á hliðarlínunni. Allt þjálfarateymi íslenska landsliðsins er í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður liðsins, greindist með Covid-19.

Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 landsliðs karla og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U17 landsliðs karla verða í þjálfarateymi íslenska landsliðsins að þessu sinni.

Ísland er án stiga í riðlinum en Belgar eru með sex stig. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það er fullt af leikjum á dagskrá í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld og má sjá þá alla hér fyrir neðan.

UEFA NATIONS LEAGUE A: Group Stage
18:45 Portúgal - Svíþjóð
18:45 Króatía - Frakkland
18:45 Ísland - Belgía
18:45 England - Danmörk
18:45 Pólland - Bosnia Herzegovina
18:45 Ítalía - Holland

UEFA NATIONS LEAGUE B: Group Stage
16:00 Finnland - Írland
18:45 Bulgaria - Wales
18:45 Tyrkland - Serbía
18:45 Rússland - Ungverjaland
18:45 Slóvakía - Israel
18:45 Skotland - Tékkland
18:45 Rúmenía - Austurríki
18:45 Noregur - Norður Írland

UEFA NATIONS LEAGUE C: Group Stage
16:00 Litháen - Albanía
18:45 Hvíta Rússland - Kasakstan
18:45 Moldova - Slovenia
18:45 Grikkland - Kósóvó
18:45 Norður Makedónía - Georgia
18:45 Eistland - Armenia
Athugasemdir
banner
banner