Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. október 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Þróttur Vogum og Einherji missa erlenda leikmenn
Ethan Patterson í leik emð Þrótti.
Ethan Patterson í leik emð Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ethan Patterson fór heim til Bretlands í fyrradag eftir að hafa leikið með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar.

Þróttarar hafa verið á miklu flugi síðari hluta tímabils í 2. deildinni og þar hefur Ethan spilað stórt hlutverk í vörninni.

Þegar tvær umferðir eru eftir í 2. deildinni eru Þróttarar tveimur stigum frá Selfossi í 2. sætinu.

Óvíst er hvort eða hvenær Íslandsmótið hefst á nýjan leik en hlé hefur verið á því í eina viku vegna kórónuveirunnar.

Þá hefur Ruben Munoz Castellanos leikið sinn síðasta leik með Einherja,

Hann gat ekki beðið lengur á Íslandi þar sem á Spáni bíður hans vinna og lið í Madrið sem hann leikur með. Einherji er fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar tvær umferðir eru eftir en Vængir Júpíters, sem eru í fallsæti, eiga leik til góða.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner