Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 14. október 2021 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni: Því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka
Sjálfstraustið er bara í botni
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta, mætum góðu liði sem er búið að vera 'on fire' í síðustu leikjum. Ég get bara ekki beðið," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net.

Er það að fara hjálpa ykkur eða er það erfiðari fyrir ykkur að Skagamenn séu að koma á skriði inn í þennan leik?

„100% erfiðara. Þeir eru með góða leikmenn, leikmenn sem ég var með U21 hópnum sem eru bara mjög góðir."

Varstu eitthvað að skjóta á Ísak Snæ og Gísla Laxdal í U21 verkefninu fyrir leikinn á laugardaginn eða voru þeir að skjóta á þig?

„Ég reyndi það aðeins, maður nær þeim ekkert mikið upp. Ég sá að þeir eru 100% fókuseraðir á þetta og ætla sér að vinna þennan titil en því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka."

„Við þurfum allavega að skora fleiri mörk en þeir og spila eins og við höfum gert í sumar, spila góðan sóknarleik og góðan varnarleik."


Hvernig er sjálfstraustið núna?

„Ég myndi segja að það væri mjög gott. Það er búið að vera mikið í gangi og þótt ég segi sjálfur frá þá er ég búinn að standa mig vel og sjálfstraustið er bara í botni."

„Það er klárlega fullkomið tímabil ef við löndum báðum titlunum. Þá er maður að skrá sig í sögubækurnar og maður stefnir á það,"
sagði Kristall.
Mun ÍA halda sæti sínu í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner