Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 14. október 2021 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni: Því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka
Sjálfstraustið er bara í botni
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Kristall Máni varð Íslandsmeistari í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á þetta, mætum góðu liði sem er búið að vera 'on fire' í síðustu leikjum. Ég get bara ekki beðið," sagði Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net.

Er það að fara hjálpa ykkur eða er það erfiðari fyrir ykkur að Skagamenn séu að koma á skriði inn í þennan leik?

„100% erfiðara. Þeir eru með góða leikmenn, leikmenn sem ég var með U21 hópnum sem eru bara mjög góðir."

Varstu eitthvað að skjóta á Ísak Snæ og Gísla Laxdal í U21 verkefninu fyrir leikinn á laugardaginn eða voru þeir að skjóta á þig?

„Ég reyndi það aðeins, maður nær þeim ekkert mikið upp. Ég sá að þeir eru 100% fókuseraðir á þetta og ætla sér að vinna þennan titil en því miður fyrir þá ætlum við okkur það líka."

„Við þurfum allavega að skora fleiri mörk en þeir og spila eins og við höfum gert í sumar, spila góðan sóknarleik og góðan varnarleik."


Hvernig er sjálfstraustið núna?

„Ég myndi segja að það væri mjög gott. Það er búið að vera mikið í gangi og þótt ég segi sjálfur frá þá er ég búinn að standa mig vel og sjálfstraustið er bara í botni."

„Það er klárlega fullkomið tímabil ef við löndum báðum titlunum. Þá er maður að skrá sig í sögubækurnar og maður stefnir á það,"
sagði Kristall.
Hvort liðið mun að lokum enda ofar?
Athugasemdir
banner
banner