fim 14. október 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Möller ánægð með þrennuna - „Hef átt í erfiðleikum með að skora"
Caroline Möller gerði þrennu gegn Blikum
Caroline Möller gerði þrennu gegn Blikum
Mynd: Getty Images
Þungu fargi var létt af danska framherjanum Caroline Möller eftir að hún skoraði þrennu í 5-0 sigri Real Madrid á Breiðabliki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.

Möller samdi við Real Madrid fyrr á þessu ári eftir að hafa spilað með Inter Milan og Fortuna Hjörring.

Henni hafði gengið illa að skora í byrjun leiktíðar en skoraði svo þrennu í fyrri hálfleik gegn Blikum í gær.

„Þakka þér kærlega. Ég er mjög ánægð, því ég hef verið í erfiðleikum með að skora í byrjun tímabilsins þannig það er mikill léttir fyrir mig að skora um helgina og svo gera þrennu í þessum leik," sagði Möller við UEFATV.

„Það er alltaf sérstakt að skora þrennu, hvort sem það er í Meistaradeildinni eða í deildinni eða hvar sem er, en þessi Meistaradeildarkvöld eru geggjuð og mér líður ótrúlega vel núna," sagði hún ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner